Kunnugir segja að Garður og Sandgerði séu um ólíkir staðir þó skammt sé á milli. Garðurinn sé í grunninn sveitaþorp en Sandgerði útgerðarpláss. Miðast það við atvinnuhætti fyrri tíðar. Í dag er þessi munurinn ef til vill minni.

Kunnugir segja að Garður og Sandgerði séu um ólíkir staðir þó skammt sé á milli. Garðurinn sé í grunninn sveitaþorp en Sandgerði útgerðarpláss. Miðast það við atvinnuhætti fyrri tíðar. Í dag er þessi munurinn ef til vill minni.

Garðskagavitinn hái, sem var reistur árið 1944, er, ásamt gamla vitanum yst á Garðskaga, einkennistákn byggðar í Garði. Merki hans eru tvö hvít og skær leiftur sem vara í fimm sekúndur og koma inn með reglulegu millibili. Ljósið sést 15 mílur á haf út og er mikilvægt kennimark við fjölfarna siglingaleið. Sama má segja um vitann við Sandgerðishöfn.

Á Garðskaga er byggðasafn hvar meðal annars er að finna gamla báta og vélabúnað ýmiskonar. Í Sandgerði er Þekkingarsetur Suðurnesja, miðstöð vísindastarfs í náttúrufræðum. Þar eru uppi náttúrugripasýning og sýning heimskautin.

Í Garði er íþróttafélagið Víðir og Reynir í Sandgerði og þá eru í sveitarfélaginu tveir golfklúbbar sem reka hvor sinn 18 holu golfvöllinn.