Ófærð Textavarpið er til staðar.
Ófærð Textavarpið er til staðar.
Það verður seint fullþakkað hvað íslenskir kvikmyndagerðarmenn og -leikarar leggja á sig til að skemmta okkur með góðum framhaldsþáttum.

Það verður seint fullþakkað hvað íslenskir kvikmyndagerðarmenn og -leikarar leggja á sig til að skemmta okkur með góðum framhaldsþáttum.

Þarna standa þeir úti í öllum veðrum og komið haust og taka upp í gríð og erg og fara jafnvel til fjalls í þoku og slagviðri, ef því er að skipta.

Þeir eru að vísu vel búnir í úlpum og mörgum treyjum, og þó að úlpurnar séu opnar sýnir það bara hvað þeir eru hraustir og falla vel inn í landslagið.

Þegar svo er búið að gera þættina og mæla með bestu græjum að allt sé í lagi og farið að sýna vekjast hjáróma raddir um að ekki heyrist nógu vel.

Þetta er vanþakklæti. Tal í kvikmynd á að vera „eðlilegt“. Ef einhver heyrir ekki orðaskil, þá setji sá texatvarpið á.

Sjálfsagt er ekki lögð sama áhersla á framsögn nú og þegar menn túlkuðu einvörðungu á sviði, en ef um allt þrýtur mætti kenna nýjum leikurum að tóna. Það hefur kirkjan gert um aldir og reynst vel til að flytja hljóð lengri leið en milli sessunauta.

Sunnlendingur.