Konan fékk nóg af Burning Love.
Konan fékk nóg af Burning Love.
Kona nokkur kom fyrir rétt í Ástralíu á þessum degi árið 2006.
Kona nokkur kom fyrir rétt í Ástralíu á þessum degi árið 2006. Var hún ákærð fyrir líkamsárás eftir að hafa stungið unnusta sinn ítrekað með skærum vegna þess að hann spilaði Elvis Presley-slagarann „Burning Love“ hvað eftir annað á afmælisdegi Presleys. Maðurinn var fluttur á sjúkrahús í bænum Northam í Vestur-Ástralíu þar sem gert var að sárum hans en hann var með stungusár á öxlum, höfði, baki og fótleggjum. Betur fór en á horfðist og fékk Elvis-aðdáandinn að fara heim að lokinni aðhlynningu.