Aron Einar Gunnarsson og Gylfi Þór Sigurðsson, landsliðsmenn í knattspyrnu, eru í ellefu manna úrvalsliði leikmanna frá Norðurlöndum fyrir frammistöðu sína árið 2018.

Aron Einar Gunnarsson og Gylfi Þór Sigurðsson, landsliðsmenn í knattspyrnu, eru í ellefu manna úrvalsliði leikmanna frá Norðurlöndum fyrir frammistöðu sína árið 2018.

Norski miðillinn Verdens Gang hefur sett saman liðið og vekur sérstaklega athygli á því að aðeins einn Norðmaður er valinn. Danir og Svíar hafa fjóra fulltrúa hvor þjóð, Íslendingar tvo og Norðmenn einn. Þjálfarinn er svo valinn Åge Hareide, landsliðsþjálfari Dana.

Í umsögn um Gylfa er sagt: „Var ekki framúrskarandi á HM í Rússlandi en var mikilvægasti maður Íslands eins og venjulega. Gefur frábærar sendingar og góðar aukaspyrnur. Hefur komið af krafti inn í lið Everton og er að sanna sig eftir erfitt fyrsta tímabil hjá liðinu. Hann er í toppformi.“

Í umsögn um Aron er sagt: „Ekki eins áberandi og árin 2016 og 2017 en er gríðarlega mikilvægur. Var mikið meiddur árið 2018, en er alltaf óhræddur og hugrakkur þegar hann spilar. Er mun betri með boltann en hann fær hrós fyrir og hefur spilað vel með Cardiff í ensku úrvalsdeildinni. Hefur verk að vinna með landsliðinu að vinna úr vonbrigðunum í Þjóðadeildinni í haust.“

Úrvalslið Verdens Gang er þannig skipað:

MARKVÖRÐUR:

Robin Olsen (Svíþjóð og Roma)

VARNARMENN:

Mathias Jørgensen (Danmörk og Huddersfield)

Andreas Granqvist (Svíþjóð og Helsingborg)

Victor Lindelöf (Svíþjóð og Manchester United)

MIÐJUMENN:

Lasse Schøne (Danmörk og Ajax)

Thomas Delaney (Danmörk og Dortmund)

Aron Einar Gunnarsson (Ísland og Cardiff)

Viktor Claesson (Svíþjóð og Krasnodar)

SÓKNARTENGILIÐIR:

Gylfi Þór Sigurðsson (Ísland og Everton)

Christian Eriksen (Danmörk og Tottenham)

SÓKNARMAÐUR:

Joshua King (Noregur og Bournemouth)

VARAMENN:

Kasper Schmeichel (Danmörk), Simon Kjær (Danmörk), Andreas Christensen (Danmörk), Mohamed Elyounoussi (Noregur), Sebastian Larsson (Svíþjóð), Emil Forsberg (Svíþjóð), Marcus Berg (Svíþjóð), Zlatan Ibrahimovic (Svíþjóð). yrkill@mbl.is