Arctic Fish Eyrún Viktorsdóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri viðskiptaþróunar hjá Arctic Fish.
Arctic Fish Eyrún Viktorsdóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri viðskiptaþróunar hjá Arctic Fish.

Í tilkynningu frá félaginu segir að Eyrún muni sinna leyfismálum og öðrum lögfræðiverkefnum innan fyrirtækisins ásamt ýmsum verkefnum sem snúa að frekari þróun og uppbyggingu Arctic Fish, en í tilkynningunni kemur einnig fram að Eyrún hafi hafið störf nú um áramótin.

Eyrún lauk meistaranámi í lögfræði við Háskólann í Reykjavík árið 2017. Hún hefur grunn úr líffræði frá Háskóla Íslands og var formaður Haxa, hagsmunafélags líffræðinema, 2012-2013. Áður sinnti Eyrún rannsóknum á sviði samkeppnisréttar og hlaut styrki frá Nýsköpunarsjóði námsmanna og Samkeppniseftirlitinu árið 2017 til þess. Þá starfaði hún sem lögfræðingur hjá Dattaca Labs árið 2018.