Skýjaborg Sjónvarpstæknirisinn LG heillaði marga á sýningunni og má hér sjá fólk taka myndir af nýjustu skjám fyrirtækisins. Ofurháskerpusjónvörp eru áberandi að þessu sinni.
Skýjaborg Sjónvarpstæknirisinn LG heillaði marga á sýningunni og má hér sjá fólk taka myndir af nýjustu skjám fyrirtækisins. Ofurháskerpusjónvörp eru áberandi að þessu sinni. — AFP
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Las Vegas. AFP.

Las Vegas. AFP. | „Það eru svo margir spennandi hlutir í gangi í rafeindaheiminum um þessar mundir,“ sagði Steve Koenig, hjá Tæknisamtökum neytenda, CTA, við fréttaveitu AFP og vísar til einnar stærstu ráðstefnu og vörusýningu rafeindageirans í Bandaríkjunum, svonefndrar Consumer Electronics Show, eða CES, sem haldin er í stórborginni Las Vegas.

Ráðstefnan er haldin árlega og þar kynna fyrirtæki gjarnan þau nýjustu tæki og tól sem gera eiga almenningi lífið léttara eða að minnsta kosti skemmtilegra.

Allt milli himins og jarðar

Tæknihátíðin hófst 8. janúar sl. og lýkur henni á föstudag. Meðal þess sem forvitnir raftækjaáhugamenn geta kynnt sér að þessu sinni eru tækninýjungar þegar kemur að því að hanna farsíma og tölvur, ýmiskonar heilsu- og íþróttatengd tækni auk nýjunga á sviði hönnunar bifreiða og landbúnaðartækja svo fátt eitt sé nefnt.

Hver sýning hefur sínar áherslur eða tískubylgju. Þannig var til að mynda mikil áhersla lögð á nettengda bíla og klæðanlega tækni árið 2014 en í ár virðist þemað vera ofurháskerpusjónvörp (8K) og lygilega hraðar nettengingar (5G). Þá eru einnig raddstýringar áberandi á sýningunni sem og heillandi heimur sýndarveruleikans.