Félag lykilmanna (FLM) er stéttarfélag stjórnenda og sérfræðinga. Félagsmenn eru nærri tvöfalt fleiri en fyrir ári. Þeir voru tæplega 400 í byrjun árs 2018 en eru nú rúmlega 700.

Félag lykilmanna (FLM) er stéttarfélag stjórnenda og sérfræðinga. Félagsmenn eru nærri tvöfalt fleiri en fyrir ári. Þeir voru tæplega 400 í byrjun árs 2018 en eru nú rúmlega 700.

Gunnar Páll Pálsson, formaður FLM, segir aðspurður að óánægja með herskáan tón verkalýðshreyfingarinnar í haust sé ein skýringin á auknum áhuga á félaginu. Félagsmenn telji sig ekki eiga samleið með verkalýðshreyfingunni. Félagsmönnum fjölgi nú um 50-70 í hverjum mánuði.

FLM gerði í haust kjarasamning við Félag atvinnurekenda um markaðslaun. Félagsmenn semja beint við sinn vinnuveitanda. „Samið var um að laun skyldu taka mið af þróun á markaðnum. Það er ekki samið um ákveðnar prósentur eða neitt slíkt. Slíkt tíðkast víða erlendis,“ segir Gunnar Páll.