Kveikja má á LG-sjónvarpinu með raddskipun.
Kveikja má á LG-sjónvarpinu með raddskipun.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Græjan Þá er loksins komið sjónvarp sem hægt er að pakka saman á meðan það er ekki í notkun. LG kynnti fyrir skemmstu þetta framúrstefnulega sjónvarpstæki, Signature R9, sem gert er úr sveigjanlegum 65 tommu OLED-skjá.

Græjan

Þá er loksins komið sjónvarp sem hægt er að pakka saman á meðan það er ekki í notkun. LG kynnti fyrir skemmstu þetta framúrstefnulega sjónvarpstæki, Signature R9, sem gert er úr sveigjanlegum 65 tommu OLED-skjá. Skjárinn rúllast upp og er geymdur ofan í sökkli, en rís úr sökklinum þegar notandinn vill glápa á sjónvarpið.

Í sökklinum er líka kröftugt Dolby Atmos-hljóðkerfi, og hægt að láta skjáinn gægjast örlítið upp um þar til gerða rauf til að nota sem upplýsingaskjá á meðan hlustað er á tónlist.

Eins og þetta væri ekki nóg þá er sjónvarpið búið gervigreind sem skilur raddskipanir, svo það kemur ekki að sök ef illa gengur að finna fjarstýringuna – dugar að segja sjónvarpinu að kveikja á sér.

Ekki er ljóst hvað Signature R9 mun kosta en tækið á að vera væntanlegt á markað áður en langt um líður. ai@mbl.is