Jair Bolsonaro
Jair Bolsonaro
Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, staðfesti í gær að ríkisstjórn sín myndi hafna þátttöku í nýjum sáttmála Sameinuðu þjóðanna um farandmenn. Sagði hann í sérstakri yfirlýsingu á samfélagsmiðlinum Twitter að Brasilía yrði að varðveita fullveldi sitt.

Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, staðfesti í gær að ríkisstjórn sín myndi hafna þátttöku í nýjum sáttmála Sameinuðu þjóðanna um farandmenn. Sagði hann í sérstakri yfirlýsingu á samfélagsmiðlinum Twitter að Brasilía yrði að varðveita fullveldi sitt. Það fæli meðal annars í sér að verja réttinn til að ákveða hverjir gætu komið til landsins.

Sagði Bolsonaro að ríki sitt myndi áfram veita þeim stuðning sem þyrftu, en ítrekaði að uppfylla þyrfti ákveðin skilyrði til að tryggja að innflutningur fólks yrði ekki án nokkurra hamla.

Sáttmálinn var undirritaður í síðasta mánuði af 152 ríkjum, og var Brasilía eitt af þeim.