„Þeir sem fá blöðruhálskirtilskrabbamein vilja helst losna við meinið með öllum tiltækum ráðum enda krabbameinsgreining líkleg til að vekja ótta. Það er þó ekki alltaf nauðsynlegt.
„Þeir sem fá blöðruhálskirtilskrabbamein vilja helst losna við meinið með öllum tiltækum ráðum enda krabbameinsgreining líkleg til að vekja ótta. Það er þó ekki alltaf nauðsynlegt. Mikilvægt er að geta greint og meðhöndlað þá snemma sem þess þurfa en jafnframt hlífa þeim við meðferð sem ekki þurfa hennar við. Of mikil inngrip eru jafn slæmt og of lítil,“ segir Eiríkur Jónsson þvagfæraskurðlæknir. Hann segir jafn mikilvægt að skrá nákvæmlega á hvaða stigi sjúkdómsins menn greinast, veitta meðferð og árangur hennar í bráð og lengd.