Tíðarfarið í vetur hefur farið illa með skíðasvæði landsins. Helst hefur verið opið á Dalvík og í Hlíðarfjalli, en síðarnefnda svæðið var síðast opið 2. janúar sl. Önnur svæði hafa meira og minna verið lokuð vegna snjóleysis.

Tíðarfarið í vetur hefur farið illa með skíðasvæði landsins. Helst hefur verið opið á Dalvík og í Hlíðarfjalli, en síðarnefnda svæðið var síðast opið 2. janúar sl. Önnur svæði hafa meira og minna verið lokuð vegna snjóleysis.

Í Böggvisstaðafjalli á Dalvík hefur verið opið í 31 í dag í vetur sem telst vera þokkalegt miðað við tíðarfarið almennt. Loka varð fjallinu í gær vegna hvassviðris og vonast er til að framleiðsla á snjó geti hafist að nýju, um leið og fer að frysta. Hefur skíðafólk frá Akureyri og víðar að sótt Dalvíkinga heim, einnig töluvert af erlendum ferðamönnum.