Einsöngvarar Hrafnhildur Árnadóttir Hafstað og Sveinn Dúa Hjörleifsson á æfingu fyrir tónleikana fyrr í vikunni.
Einsöngvarar Hrafnhildur Árnadóttir Hafstað og Sveinn Dúa Hjörleifsson á æfingu fyrir tónleikana fyrr í vikunni. — Morgunblaðið/Eggert
Hin árlega og sívinsæla röð Vínartónleika, nýárstónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands, hefst í Eldborgarsal Hörpu í kvöld. Einnig verða tónleikar annað kvöld, föstudagskvöld, og tvennir tónleikar á laugardag, klukkan 16 og 19.30.

Hin árlega og sívinsæla röð Vínartónleika, nýárstónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands, hefst í Eldborgarsal Hörpu í kvöld. Einnig verða tónleikar annað kvöld, föstudagskvöld, og tvennir tónleikar á laugardag, klukkan 16 og 19.30.

Á efnisskránni eru óperettutónlist og valsar eftir Johann Strauss yngri, Franz Lehár, Emmerich Kálman og fleiri. Samkvæmt venju hefjast tónleikanir á forleiknum að Leðurblökunni eftir Strauss og þeim lýkur á Dónárvalsinum. Hljómsveitarstjóri er hinn danski Christian Kluxen sem hefur stjórnað víða og er fastagestur við Óperuhúsið í Kaupmannahöfn, auk þess að vera aðalstjórnandi Sinfóníuhljómsveitarinnar í Victoria í Kanada. Einsöngvarar eru þau Hrafnhildur Árnadóttir Hafstað, sem stundaði framhaldsnám við Hollensku óperuakademíuna og hefur sungið við góðar undirtektir í Hollandi og hér heima, og Sveinn Dúa Hjörleifsson sem er fastráðinn við Óperuna í Leipzig. Þá koma fram með hljómsveitinni dansararnir David Klar, Denise Margrét Yaghi, Helga Sigrún Hermannsdóttir og Þorkell Jónsson.