Keldur Lögð er til skipulagning Keldnalands undir íbúðir til að auka framboð húsnæðis.
Keldur Lögð er til skipulagning Keldnalands undir íbúðir til að auka framboð húsnæðis. — Ljósmynd/aðsent
Átakshópurinn telur að Keldur og eftir atvikum Keldnaholt gætu nýst sem byggingarland þar sem m.a. ákveðinn hluti íbúða yrði hagkvæmar leiguíbúðir fyrir tekjulága og einnig almennar íbúðir og veittur yrði afsláttur af lóðarverði.
Átakshópurinn telur að Keldur og eftir atvikum Keldnaholt gætu nýst sem byggingarland þar sem m.a. ákveðinn hluti íbúða yrði hagkvæmar leiguíbúðir fyrir tekjulága og einnig almennar íbúðir og veittur yrði afsláttur af lóðarverði. Aðrar lóðir yrðu seldar á markaðsvirði. Leggur hópurinn til að ríki og Reykjavíkurborg komist að samkomulagi um að hefja skipulagningu Keldnalands, m.a. með markmið um félagslega blöndun eins og það er orðað, og semji um eignarhald og framkvæmdir. Skipulagning hefjist á þessu ári og byggingar samhliða öðrum áfanga borgarlínu.