Alda Þorgrímsdóttir fæddist 11. ágúst 1936. Hún lést 4. janúar 2019.
Útför hennar fór fram 14. janúar 2019.
Amma Alda var ljúf og góð, ákveðin og sterk kona sem lifði fyrir fólkið sitt. Ég elska hana og er ólýsanlega þakklátur fyrir allar stundirnar sem þau afi Garðar gáfu mér. Eyravegur 2a er svið minna hlýjustu æskuminninga og þangað leita ég til að ylja mér.
Hvíldu í friði, elsku besta amma mín, hugur minn er hjá ykkur afa Garðari.
Kristófer Páll.