Grænlandsjökull Bráðnunin var fjórfalt meiri árið 2013 en tíu árum áður.
Grænlandsjökull Bráðnunin var fjórfalt meiri árið 2013 en tíu árum áður. — AFP
Kaupmannahöfn. AFP. | Rannsóknir á bráðnun Grænlandsjökuls benda til þess að ísinn þar hafi bráðnað fjórum sinnum hraðar árið 2013 en tíu árum áður, samkvæmt grein sem vísindamenn birtu í gær.

Kaupmannahöfn. AFP. | Rannsóknir á bráðnun Grænlandsjökuls benda til þess að ísinn þar hafi bráðnað fjórum sinnum hraðar árið 2013 en tíu árum áður, samkvæmt grein sem vísindamenn birtu í gær.

„Um 111 rúmkílómetrar af ís hurfu árið 2003 en tíu árum síðar hafði þessi tala nær fjórfaldast í 428 rúmkílómetra,“ sagði í yfirlýsingu frá vísindamönnum við Tækniháskóla Danmerkur, DTU. „Þetta eru athyglisverðar breytingar á bráðnuninni og þær koma á óvart,“ sagði Shfaqat Abbas Khan, prófessor við tækniháskólann.

Skýrt er frá niðurstöðum rannsóknarinnar í grein í bandaríska tímaritinu Proceedings of the National Academy of Sciences , PNAS. Michael Bevis, prófessor við Ríkisháskóla Ohio og aðalhöfundur greinarinnar, segir að bráðnunin sé nú mest í suðvesturhluta Grænlands, ekki í norðvestur- og suðaustanverðu landinu eins og áður. Aukið rennsli ferskvatns til sjávar sé mikið áhyggjuefni þar sem það leiði til hækkandi sjávarborðs.

Grænlandsjökull er næststærsta ísþekja á jörðinni og vatnið sem er bundið í honum er nægilegt til að hækka yfirborð sjávar um sex metra. Sjávarborðið hefur hækkað mismikið í heiminum en að meðaltali nam hækkunin 20 sentimetrum á öldinni sem leið. Talið er að sjávarborðið hækki núna um 3,3 millimetra á ári.