Ísland vaknar fékk upplýsingar um að fulltrúar Mannvirkjastofnunar hefðu haft samband við útlærðan rafvirkja og bannað honum að auglýsa þjónustu sína á síðunni „Vinna með litlum fyrirvara“ á Facebook.
Ísland vaknar fékk upplýsingar um að fulltrúar Mannvirkjastofnunar hefðu haft samband við útlærðan rafvirkja og bannað honum að auglýsa þjónustu sína á síðunni „Vinna með litlum fyrirvara“ á Facebook. Það vakti spurninguna um hvort stofnunin héldi uppi virku eftirliti með auglýsingum á netinu og hvort einhverjum refsingum eða viðurlögum væri beitt á einstaklinga sem þar auglýstu án réttinda. Björn Karlsson, forstjóri Mannvirkjastofnunar, kom og skýrði hlutverk stofnunarinnar í málinu og fór yfir nokkur atriði er snúa að öryggi og ábyrgð verktaka og iðnaðarmanna. Nánar á k100.is.