Hrafnhildur Árnadóttir Hafstað sópransöngkona býður gestum Gerðarsafns í Kópavogi með sér í spunakenndan söngleiðangur kl. 12.15 í dag.
Hrafnhildur Árnadóttir Hafstað sópransöngkona býður gestum Gerðarsafns í Kópavogi með sér í spunakenndan söngleiðangur kl. 12.15 í dag. Hrafnhildur syngur óð til verka sem vekja hjá henni hughrif og hefst leiðangurinn hjá verkinu Tape eftir Sigurð Guðjónsson með laginu Le Violon eftir F. Poulenc. Við verk Doddu Maggýjar, Curlicue (spectra), syngur hún grískt þjóðlag og endar leiðangurinn á laginu Draumalandið eftir Sigfús Einarsson fyrir framan verkið Hraun og mosi eftir Steinu.