Í bréfi til hluthafa kemur fram að keppinautur MiMedx, eigi nú í verulegum vanda vegna brotthvarfs helstu stjórnenda þess, forstjóra, framkvæmdastjóra og fjármálastjóra, afskráningar af NASDAQ-hlutabréfamarkaðnum og yfirstandandi sakamálarannsóknar.

Í bréfi til hluthafa kemur fram að keppinautur MiMedx, eigi nú í verulegum vanda vegna brotthvarfs helstu stjórnenda þess, forstjóra, framkvæmdastjóra og fjármálastjóra, afskráningar af NASDAQ-hlutabréfamarkaðnum og yfirstandandi sakamálarannsóknar. Í ofanálag hefur fyrirtækið vegna erfiðleikanna sagt upp um fjórðungi sölumanna sinna á síðustu mánuðum.

Telja forsvarsmenn Kerecis að þessir erfiðleikar á vettvangi MiMedx skapi tækifæri til að fylla það tómarúm sem af þeim hlýst. Í umfjöllun um þessa stöðu á markaðnum kemur fram að tekjur MiMedx hafi numið 1 milljón dollara árið 2011 en hafi á árinu 2017 numið 325 milljónum dollara, jafnvirði ríflega 39 milljarða króna.