Alþingi kom saman á ný í vikunni að loknu jólaleyfi. Líflegar umræður voru á þingi í gær en þar var m.a. kosið um tvo viðbótarvaraforseta inn í forsætisnefnd en verkefni þeirra verður að fjalla um Klaustursmálið og koma því í viðeigandi farveg.
Alþingi kom saman á ný í vikunni að loknu jólaleyfi. Líflegar umræður voru á þingi í gær en þar var m.a. kosið um tvo viðbótarvaraforseta inn í forsætisnefnd en verkefni þeirra verður að fjalla um Klaustursmálið og koma því í viðeigandi farveg. Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður VG, og Haraldur Benediktsson frá Sjálfstæðisflokki voru kosin. Farið var eftir því að þingmenn væru óumdeilanlega ótengdir málinu og hefðu hvorki tjáð sig um það í ræðu né riti. Þingmenn Miðflokksins gagnrýndu þingforseta harðlega.