23. janúar 1907 Togarinn Jón forseti, fyrsti botnvörpungurinn sem Íslendingar létu smíða, kom til landsins. „Fyrirtaks-vandað skip,“ sagði blaðið Reykjavík. 23. janúar 1973 Eldgos hófst í Heimaey, um kl. 2 að nóttu.
23. janúar 1907
Togarinn Jón forseti, fyrsti botnvörpungurinn sem Íslendingar létu smíða, kom til landsins. „Fyrirtaks-vandað skip,“ sagði blaðið Reykjavík.
23. janúar 1973
Eldgos hófst í Heimaey, um kl. 2 að nóttu. „Jarðeldar ógna byggð í Vestmannaeyjum,“ sagði Þjóðviljinn. „Eldur og eimyrja vall upp úr tveggja kílómetra langri eldgjá,“ sagði Vísir.Langflestir 5.500 íbúa Vestmannaeyja voru fluttir til lands á örfáum klukkustundum. Gefin voru út aukablöð af Morgunblaðinu, Tímanum og Þjóðviljanum. Um þrjátíu stundum fyrir upphaf gossins varð sérkennileg og áköf hrina af litlum jarðskjálftum undir eynni. Gosið stóð fram í júní.
23. janúar 1988
Mesta frost í sjötíu ár mældist í Möðrudal á Fjöllum, 32,5 stig á Celcius. Svipað frost var í Mývatnssveit. Erfitt var að gangsetja vélknúin ökutæki og vatn fraus í leiðslum.Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson