Traustsins verður.

Traustsins verður. S-Allir

Norður
ÁK642
105
ÁKG43
10

Vestur Austur
973 DG108
KD82 ÁG96
10765 D9
D5 873

Suður
5
743
82
ÁKG9642

Suður spilar 5.

Það eru allir á hættu og suður opnar í fyrstu hendi á 3. Hefðbundin hindrun. Á norður fyrir svari?

Sennilega ekki. Vissulega á norður ágæt spil, en það er ólíklegt að geim vinnist á móti venjulegri hindrun. En þessi tiltekni norður hefur mikið traust á makker sínum og svarar á 3. Lyftir síðan 4 suðurs í fimm. Út kemur K og 2 í öðrum slag (þriðja hæsta frá ríkjandi lengd). Austur drepur og skiptir yfir í D.

Sagnhafi þarf að finna drottninguna í trompi. Líkindafræðin mælir með svíningu (austur er líklegri til að eiga Dxx en vestur Dx), en þetta er spil fyrir sálfræðinga frekar en prósentuhausa. Með Dxx hefði austur örugglega spilað hjarta í þriðja sinn til að taka tromptíuna úr blindum.

Suður ætti því að toppa laufið í von um kraftaverk. Þá reynist hann sannarlega traustsins verður – bæði í sögnum og spilamennsku.