„Meginniðurstöður eru þær að sú vegferð að tileinka sér nýja sjálfsmynd sem listkennari, meðfram því að vera listamaður, krefst tíma. Lenging kennaranáms hefur því töluvert að segja.
„Meginniðurstöður eru þær að sú vegferð að tileinka sér nýja sjálfsmynd sem listkennari, meðfram því að vera listamaður, krefst tíma. Lenging kennaranáms hefur því töluvert að segja. Tíminn er þó aðeins einn þáttur í mótuninni þar sem námsmenning kennaranáms er sá vettvangur sem mótar það hvernig tíminn er nýttur. Námsmenning, sem leggur áherslu á ígrundun, samtal og samvinnu samfara fjölbreyttum vinnubrögðum og því að líta til fyrri reynslu og menntunar nemenda í skipulagi, leggur grunninn að því að listamenn tileinki sér nýjan vettvang og nýja sjálfsmynd sem listkennarar.“