Frekar rólegt var um að litast í Kauphöll Íslands í gær, en Úrvalsvísitala aðallista lækkaði um 0,24%. Mest hækkuðu bréf tryggingafélagsins VÍS , eða um 1,01% og næstmesta hækkunin varð á bréfum leigufélagsins Heimavalla, en bréf þess hækkuðu um 0,88%.
Frekar rólegt var um að litast í Kauphöll Íslands í gær, en Úrvalsvísitala aðallista lækkaði um 0,24%.
Mest hækkuðu bréf tryggingafélagsins VÍS , eða um 1,01% og næstmesta hækkunin varð á bréfum leigufélagsins Heimavalla, en bréf þess hækkuðu um 0,88%. Þá hækkuðu bréf Haga um 0,79%. Mesta lækkunin varð á bréfum tæknifyrirtækisins Origo, 0,94% en næstmest lækkaði Arion banki eða um 0,56%. Þá lækkaði Síminn um 0,54%.