Emil Hallfreðsson
Emil Hallfreðsson
„Þetta var sameiginleg ákvörðun á milli mín og félagsins að rifta samningnum. Ég átti eitt og hálft ár eftir af samningi mínum en við náðum samkomulagi um starfslokasamning.

„Þetta var sameiginleg ákvörðun á milli mín og félagsins að rifta samningnum. Ég átti eitt og hálft ár eftir af samningi mínum en við náðum samkomulagi um starfslokasamning. Ég er sáttur við þessa niðurstöðu og ég taldi best að gera þetta fyrir mig og mína fjölskyldu,“ sagði landsliðsmaðurinn Emil Hallfreðsson í samtali við Morgunblaðið í gær. Emil og ítalska félagið Frosinone komust að samkomulagi um starfslokasamning sín á milli í gær en Emil kom til félagsins frá ítalska liðinu Udinese síðastliðið sumar. Emil er að jafna sig eftir aðgerð á hné sem hann gekkst undir í byrjun desember en hann hyggst spila áfram erlendis. Sjá allt viðtalið við Emil á mbl.is/sport. gummih@mbl.is