Samband Emma Stone og Olivia Colman í bresku myndinni The Favourite í leikstjórn Yorgos Lanthimos.
Samband Emma Stone og Olivia Colman í bresku myndinni The Favourite í leikstjórn Yorgos Lanthimos.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Kvikmyndirnar The Favourite og Roma hlutu flestar tilnefningar, eða tíu hvor, þegar tilkynnt var í gær hvaða kvikmyndir væru tilnefndar til Óskarsverðlaunanna í ár. Fast á hæla þeirra komu myndirnar A Star is Born og Vice með átta tilnefningar hvor...

Kvikmyndirnar The Favourite og Roma hlutu flestar tilnefningar, eða tíu hvor, þegar tilkynnt var í gær hvaða kvikmyndir væru tilnefndar til Óskarsverðlaunanna í ár. Fast á hæla þeirra komu myndirnar A Star is Born og Vice með átta tilnefningar hvor mynd. Black Panther hlaut sjö tilnefningar, BlacKkKlansman með sex og Bohemian Rhapsody og Green Book voru hvor um sig með fimm tilnefningar. Allar framangreindar myndir eru tilnefndar sem besta mynd ársins.

Fyrir leikstjórn eru tilnefndir, í stafrófsröð myndanna, Spike Lee fyrir BlacKkKlansman , Paweł Pawlikowski fyrir Cold War (upprunalegur titill er Zimna wojna ), Yorgos Lanthimos fyrir The Favourite , Alfonso Cuarón fyrir Roma og Adam McKay fyrir Vice. Bæði pólska myndin Cold War og mexíkóska myndin Roma eru tilnefndar sem besta erlenda kvikmynd ársins ásamt Capernaum frá Líbanon, Never Look Away ( Werk ohne Autor ) frá Þýskalandi og Shoplifters ( Manbiki kazoku ) frá Japan.

Fyrir bestan leik í aðalhlutverki eru tilnefndar leikkonurnar Yalitza Aparicio í Roma , Glenn Close í The Wife , Olivia Colman í The Favourite , Lady Gaga í A Star is Born og Melissa McCarthy í Can You Ever Forgive Me? og leikararnir Christian Bale í Vice , Bradley Cooper í A Star is Born , Willem Dafoe í At Eternity's Gate , Rami Malek í Bohemian Rhapsody og Viggo Mortensen í Green Book .

Fyrir bestan leik í aukahlutverki eru tilnefndar Amy Adams í Vice , Marina de Tavira í Roma , Regina King í If Beale Street Could Talk , Emma Stone og Rachel Weisz í The Favourite og leikararnir Mahershala Ali í Green Book , Adam Driver í BlacKkKlansman , Sam Elliott í A Star is Born , Richard E. Grant í Can You Ever Forgive Me? og Sam Rockwell í Vice .

Fyrir besta frumsamda handrit ársins eru tilnefnd Deborah Davis og Tony McNamara fyrir The Favourite , Paul Schrader fyrir First Reformed , Nick Vallelonga, Brian Currie og Peter Farrelly fyrir Green Book , Alfonso Cuarón fyrir Roma og Adam McKay fyrir Vice . Fyrir besta handrit byggt á áður útgefnu efni eru tilnefnd Joel Coen og Ethan Coen fyrir The Ballad of Buster Scruggs , Charlie Wachtel, David Rabinowitz. Kevin Willmott og Spike Lee fyrir BlacKkKlansman , Nicole Holofcener og Jeff Whitty fyrir Can You Ever Forgive Me? , Barry Jenkins fyrir If Beale Street Could Talk og Eric Roth and Bradley Cooper og Will Fetters fyrir A Star is Born .

Fyrir kvikmyndatöku eru tilnefndir Lukasz Zal fyrir Cold War , Robbie Ryan fyrir The Favourite , Caleb Deschanel fyrir Never Look Away , Alfonso Cuarón fyrir Roma og Matthew Libatique fyrir A Star is Born .

Í flokki teiknimynda í fullri lengd eru tilnefndar Incredibles 2 , Isle of Dogs , Mirai , Ralph Breaks the Internet og Spider-Man: Into the Spider-Verse .

Óskarsverðlaunin verða afhent í 91. sinn við hátíðlega athöfn í Dolby-leikhúsinu í Los Angeles 24. febrúar.