Í tillögum átakshópsins er sett fram sú hugmynd að ríki og sveitarfélög taki upp viðræður um að lögfesta skyldu sveitarfélaga til að taka þátt í uppbyggingu á almennum leiguíbúðum og að ráðstafa í skipulagi 5% af byggingarmagni á nýjum reitum og hverfum til uppbyggingar á félagslegu leiguíbúðahúsnæði.
Ennfremur er lagt til að sveitarfélögum verði tryggðar heimildir í skipulagslögum til að gera kröfu um að allt að 25% af byggingarmagni skv. nýju deiliskipulagi fyrir tilgreint svæði skuli vera fyrir almennar íbúðir, félagslegar íbúðir eða aðrar leiguíbúðir, hvort sem eigandi landsins er sveitarfélag, ríkið eða einkaaðili.