Spaugilegir Steve Coogan og John C. Reilly í Steina og Olla.
Spaugilegir Steve Coogan og John C. Reilly í Steina og Olla.
Stan & Ollie Sannsöguleg mynd um Stan Laurel og Oliver Hardy, eða Steina og Olla, eitt vinsælasta gríntvíeyki kvikmyndasögunnar. Í kvikmyndinni er sjónum beint að ferli þeirra undir lokin. Leikstjóri er Jon S.
Stan & Ollie

Sannsöguleg mynd um Stan Laurel og Oliver Hardy, eða Steina og Olla, eitt vinsælasta gríntvíeyki kvikmyndasögunnar. Í kvikmyndinni er sjónum beint að ferli þeirra undir lokin. Leikstjóri er Jon S. Baird og með aðalhlutverk fara Steve Coogan og John C. Reilly.

Metacritic: 75/100

Skýrsla 64

Nýjasta myndin um rannsóknarlögreglumennina Carl Mørk, Assad og Rose hjá Deild Q. Þeir hefja á ný rannsókn á 20 ára gömlu máli og byrja að rekja óljósa slóð. Leikstjóri er Christoffer Boe og með aðalhlutverk fara Fares Fares og Nikolaj Lie Kaas. Meðaleinkunn danskra miðla er 4 stjörnur af 6.

The Mule

Nýjasta kvikmynd Clints Eastwood sem leikur í henni garðyrkjufræðing í fjárhagskröggum sem grípur til þess ráðs að smygla eiturlyfjum inn fyrir mexíkóskan eiturlyfjahring. Sagan er byggð á sönnum atburðum og aðrir helstu leikarar eru Bradley Cooper og Laurence Fishburne. Metacritic: 58/100

Mary Queen of Scots

Kvikmynd um Maríu Stuart Skotadrottningu sem segir af þeirri fyrirætlun hennar að steypa frænku sinni, Elísabetu II. Englandsdrottningu, af stóli. Henni tókst það ekki og hlaut hún dauðadóm fyrir. Leikstjóri er Josie Rourke og með aðalhlutverk fara Saoirse Ronan og Margot Robbie. Metacritic: 60/100

The Favourite

Snemma á 18. öldinni á England í stríði við Frakkland. Hin veikbyggða drottning Anne er við völd en náin vinkona hennar Sarah stjórnar landinu í hennar stað. Þegar ný þjónustustúlka, Abigail, tekur til starfa tekur Sarah hana undir sinn verndarvæng. Leikstjóri er Yorgos Lanthimos og í aðahlutverkum eru Olivia Colman, Emma Stone og Rachel Weisz. Metacritic: 90/100

Damsel

Gamanvestri með Robert Pattinson og Miu Wasikowska í aðalhlutverkum sem segir af auðugum landnema sem ferðast þvert yfir Bandaríkin til að geta kvænst ástinni í lífi sínu. Leikstjórar eru David og Nathan Zellner.

Metacritic: 63/100