Gísli Þorgeir Kristjánsson
Gísli Þorgeir Kristjánsson
Þýska handknattleiksfélagið Kiel greindi frá því á vef sínum í gær að landsliðsmaðurinn Gísli Þorgeir Kristjánsson þyrfti að gangast undir aðgerð á öxl og verður hún framkvæmd hér á landi í dag.

Þýska handknattleiksfélagið Kiel greindi frá því á vef sínum í gær að landsliðsmaðurinn Gísli Þorgeir Kristjánsson þyrfti að gangast undir aðgerð á öxl og verður hún framkvæmd hér á landi í dag.

Gísli Þorgeir hefur verið að glíma við meiðsli í öxlinni síðustu mánuði og meiðslin ágerðust á heimsmeistaramótinu en Íslendingar luku keppni á HM í gær. Hann verður væntanlega frá keppni næstu þrjá til fjóra mánuðina.

Gísli kom við sögu í öllum átta leikjum landsliðsins á heimsmeistaramótinu þar sem hann skoraði sjö mörk og átti flestar stoðsendingar í íslenska liðinu eða 19 talsins. Gísli gekk í raðir Kiel fyrir tímabilið frá FH en hefur ekki mikið spilað með liðinu enn sem komið er vegna meiðslanna.