Í Bakverði í nóvember 2015 skrifaði ég eftirfarandi: „Ég gæti alveg séð fyrir mér að þjóðkirkjan fái byr í seglin eftir áratug eða svo. Jafnvel gæti kaþólsku kirkjunni á Íslandi vaxið fiskur um hrygg.
Í Bakverði í nóvember 2015 skrifaði

ég eftirfarandi: „Ég gæti alveg séð

fyrir mér að þjóðkirkjan fái byr í

seglin eftir áratug eða svo. Jafnvel

gæti kaþólsku kirkjunni á Íslandi

vaxið fiskur um hrygg. Um þessar

mundir er vandfundin sú fótbolta-

stjarna sem ekki signir sig og reynir

að beintengja sig við himnafeðgana

áður en farið er inn á fótboltavöll.“

Með þessu átti ég við að krakkar í

yngri flokkunum tileinka sér gjarn-

an ýmsa takta sem þau sjá hjá helstu hetjunum í þeirra íþróttagreinum. Án þess að ég hafi athugað það sérstaklega þá ímynda ég mér að þau signi sig í tíma og ótíma á knattspyrnuvellinum eins og erlendu hetjurnar.

Ég var í 6. flokki þegar HM í

Mexíkó fór fram. Gary Lineker varð

markakóngur með hönd í gipsi og

Thomas Berthold spilaði úrslitaleik-

inn einnig með hönd í gipsi. Guð-

mundur Gunnarsson, nú bæjarstjóri

í Ísafjarðarbæ, fullyrti af þeim sök-

um að menn yrðu betri knattspyrnu-

menn með hönd í gipsi. Gerði hann

að sjálfsögðu margar tilraunir til að

brjóta á sér höndina.

Fáum árum síðar æfði og spil-

aði Kristjón Kormákur Guðjónsson,

nú ritstjóri DV, ávallt með hitahlíf á

lærinu. Var hann þó ekki meiddur. Pétur Ormslev spilaði þá með hlíf á lærinu í landsleikjum. Kristjón leiddi okkur í allan sannleika um að Pétur væri skotfastari fyrir vikið.

Eins og sjá má vantaði ekki spek-

ina hjá smáfólkinu í Bolungarvík á þessum tíma. Valdimar Víðisson, nú skólastjóri í Öldutúnsskóla, var markvörður hjá okkur ef hann fór ekki í sveit við bæjarmörkin. Krakkarnir voru vissir um að hann væri með hærri sársaukaþröskuld en aðrir vegna þess að hann er rauðhærður.

Ég bíð spenntur eftir því að sjá hvort krakkarnir úr yngri flokkunum muni venja sig á að signa sig. Gæti orðið forvitnilegt að sjá þau signa sig í bak og fyrir á Laugardalsvelli þegar þau skila sér upp í meistaraflokk. Ef til vill væri þá eðlilegra að biskup Íslands yrði heiðursgestur á landsleikjum í stað íþróttamálaráðherra.