Mikkel Hansen
Mikkel Hansen
Undanúrslitaleikirnir á heimsmeistaramóti karla í handknattleik fara fram í Hamborg í Þýskalandi í dag og kvöld. Þangað eru liðin fjögur komin eftir að hafa leikið í milliriðlum í Herning í Danmörku og Köln í Þýskalandi.
Undanúrslitaleikirnir á heimsmeistaramóti karla í handknattleik fara fram í Hamborg í Þýskalandi í dag og kvöld. Þangað eru liðin fjögur komin eftir að hafa leikið í milliriðlum í Herning í Danmörku og Köln í Þýskalandi. Danir mæta heimsmeisturum Frakka í fyrri viðureigninni klukkan 16.30 að íslenskum tíma og leikur Þjóðverja og Norðmanna hefst síðan klukkan 19.30. Sigurliðin leika til úrslita í Herning á sunnudaginn. Mikkel Hansen mætir til leiks sem markahæsti leikmaður keppninnar, með 53 mörk fyrir Dani, tveimur meira en Ferran Sole frá Spáni sem á eftir einn leik á mótinu á meðan Danir munu spila tvo. Næstir þeirra sem enn eru með í keppninni eru Norðmennirnir Magnus Jondal með 46 og Sander Sagosen með 42 og Þjóðverjinn Uwe Gensheimer sem hefur skorað 42 mörk.