Gugga, Guðbjörg Magnea Hákonardóttir, opnar málverkasýningu í Grafíksalnum, Tryggvagötu 17, á morgun, laugardag, kl. 14. Aðaláhrifavaldur í myndlist Guggu er íslenska landslagið, hún notar form, línur og liti náttúrunnar til að búa til myndir.
Gugga, Guðbjörg Magnea Hákonardóttir, opnar málverkasýningu í Grafíksalnum, Tryggvagötu 17, á morgun, laugardag, kl. 14. Aðaláhrifavaldur í myndlist Guggu er íslenska landslagið, hún notar form, línur og liti náttúrunnar til að búa til myndir. Í verkum hennar eru oft óljós mörk á milli hins hlutlæga landlags og hins óhlutlæga og óljóst frá hvaða stöðum hugmyndirnar koma. Hún hefur haldið á annan tug einkasýninga og tekið þátt í samsýningum hér heima og erlendis. Opið fim.-sun. kl. 14-17.