Dans Logi Einarsson, þingmaður og formaður Samfylkingar, sýnir tilþrif í dansi með íbúum Malaví í heimsókn á vegum UNICEF og fleiri aðila.
Dans Logi Einarsson, þingmaður og formaður Samfylkingar, sýnir tilþrif í dansi með íbúum Malaví í heimsókn á vegum UNICEF og fleiri aðila.
Logi Einarsson þingmaður er ásamt Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, formanni utanríkismálanefndar, og fleiri norrænum þingmönnum í heimsókn í Malaví. Heimsóknin er skipulögð af UNICEF og fleiri aðilum í þróunarsamvinnu.

Logi Einarsson þingmaður er ásamt Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, formanni utanríkismálanefndar, og fleiri norrænum þingmönnum í heimsókn í Malaví. Heimsóknin er skipulögð af UNICEF og fleiri aðilum í þróunarsamvinnu.

„Við höfum fundað með fulltrúum stjórnvalda í Malaví og kynnt okkur þróunarstarf í landinu, einkum á heilbrigðis- og menntasviði. Meðal þess er átak í bólusetningu barna, aðgerðir til að koma í veg fyrir HIV-smit og meðhöndlun smitaðra, barátta gegn berklum og malaríu, og mæðravernd og umönnun barna í heilbrigðiskerfinu,“ segir Logi, sem nýtir seinni hluta heimsóknarinnar til að skoða íslenskt þróunarsamvinnuverkefni í Mangochi-héraði, m.a. skóla, heilsugæslustöðvar, fæðingardeildir og vatnsveitur.

„Um leið og ég er ánægður með gott framlag Íslands finnst mér augljóst að við ríkari þjóðir þurfum, ættum og getum gert miklu betur til að skapa öllum íbúum jarðar betra líf,“ segir Logi, sem telur að það sé hægt með því að standa við markmið SÞ um 0,7% af vergum þjóðartekjum.