Tálgað undir hömrum, sýning á verkum Guðjóns R. Sigurðssonar, verður opnuð í Svavarssafni, listasafni Svavars Guðnasonar, í dag kl. 17 á Hafnarbraut 27 í Hornafirði.

Tálgað undir hömrum, sýning á verkum Guðjóns R. Sigurðssonar, verður opnuð í Svavarssafni, listasafni Svavars Guðnasonar, í dag kl. 17 á Hafnarbraut 27 í Hornafirði. Guðjón tálgaði og smíðaði hina ýmsu muni um ævina en viðarstyttur, sem hann skar út og gaf kunningjum sínum eða seldi ferðamönnum, urðu vinsælar meðal listunnenda. Í dag prýða styttur hans heimili og söfn víða um landið og tilheyra sögu næfrar myndlistar á Íslandi.