Toppur í tvímenningi.

Toppur í tvímenningi. S-AV

Norður
Á96
G6
ÁG854
762

Vestur Austur
75 G4
D1092 7543
109 7632
ÁKG4 1093

Suður
KD10832
ÁK
KD
D85

Suður spilar 4.

Spil dagsins sýnir vel muninn á keppnisformunum tveimur – tvímenningi og sveitakeppni. Setjum okkur í spor austurs, sem situr í vörn gegn 4 með daufleg spil eftir blátt áfram sagnir: einn, tveir og fjórir spaðar. Makker leggur niður laufás. Hvað á austur að gera?

Spilið vakti litla athygli þegar það kom upp í Reykjavíkurmótinu í sveitakeppni um síðustu helgi. Tvö pör villtust í slemmu, hin spiluðu 4 og unnu sex eftir að vestur skipti yfir í rauðan lit í öðrum slag. Sú vörn er skiljanleg í ljósi þess að austur hafði vísað laufinu frá í fyrsta slag.

Ekki er tiltökumál að gefa yfirslag í sveitakeppni en tvímenningurinn gengur út á það að taka slagina sína í vörn. Í tvímenningi ætti austur því að kalla í laufi eins og hann sé með tvíspil og vilji stungu. Það gæti gefið topp.