[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
*Síðdegis í gær var leitinni að argentínska knattspyrnumanninum Emiliano Sala og enska flugmanninum David Ibbotson formlega hætt. Þeirra hefur verið saknað frá því á mánudagskvöld þegar flugvél þeirra hvarf yfir Ermarsundi. Leitað hefur verið á 1.

*Síðdegis í gær var leitinni að argentínska knattspyrnumanninum Emiliano Sala og enska flugmanninum David Ibbotson formlega hætt. Þeirra hefur verið saknað frá því á mánudagskvöld þegar flugvél þeirra hvarf yfir Ermarsundi. Leitað hefur verið á 1.700 ferkílómetra svæði kringum Ermarsundseyjarnar, bæði á hafi og á eyjunum, sem og á ströndum Normandí á norðvesturhorni Frakklands en engin merki um flugvélina eða mennina tvo hafa fundist.

* Rafael Nadal frá Spáni er kominn í úrslitin í karlaflokki á Opna ástralska meistaramótinu í tennis eftir 6:2, 6:4 og 6:0 sigur á Stefanos Tsitsipas frá Grikklandi. Hann mætir Novak Djokovic eða Lucas Pouille í úrslitaleik en þeir eigast við í dag.

Í kvennaflokki komst Naomi Osaka frá Japan í úrslit eftir sigur á Karolinu Pliskovu frá Tékklandi, 6:2, 4:6, 6:4, og hún mætir Petru Kvitovu frá Tékklandi í úrslitaleiknum.

*Þó að James Harden hafi farið á kostum með Houston Rockets í NBA-deildinni í körfuknattleik undanfarnar vikur tókst honum að ná enn einu takmarkinu í fyrrinótt. Þá skoraði hann 61 stig, það mesta sem hann hefur gert á ferlinum, í útisigri gegn New York Knicks, 114:110. Það er jafnframt hæsta stigaskor leikmanns í deildinni í vetur. Harden tók að auki 15 fráköst. Hann hefur nú skorað 30 stig eða meira í 21 leik í röð.