Afturelding komst í gærkvöld á toppinn í 1. deild kvenna í handknattleik, Grill 66 deildinni, með því að sigra ÍR, 22:21, í æsispennandi toppleik á Varmá í Mosfellsbæ.

Afturelding komst í gærkvöld á toppinn í 1. deild kvenna í handknattleik, Grill 66 deildinni, með því að sigra ÍR, 22:21, í æsispennandi toppleik á Varmá í Mosfellsbæ.

ÍR er þó áfram með fæst stig töpuð í deildinni en Afturelding er með 21 stig eftir 13 leiki og ÍR 20 stig eftir 12 leiki. Útlit er fyrir mikið einvígi liðanna um sigur í deildinni sem veitir öruggt sæti í úrvalsdeild næsta vetur.

Kristín Arndís Ólafsdóttir skoraði 9 mörk fyrir Aftureldingu og Þóra María Sigurjónsdóttir 4. Karen Tinna Demian var langmarkahæst hjá ÍR en hún skoraði 12 mörk í leiknum. vs@mbl.is