Thierry Henry
Thierry Henry
Thierry Henry, fyrrverandi landsliðsmaður Frakka og leikmaður Arsenal, var í gær sendur í tímabundið leyfi frá störfum hjá Mónakó en hann tók við sem knattspyrnustjóri liðsins frá furstadæminu í október.

Thierry Henry, fyrrverandi landsliðsmaður Frakka og leikmaður Arsenal, var í gær sendur í tímabundið leyfi frá störfum hjá Mónakó en hann tók við sem knattspyrnustjóri liðsins frá furstadæminu í október. Þá hafði Leonardo Jardim verið rekinn eftir slæma byrjun á tímabilinu, en ástandið hefur ekkert batnað við komu Henry. Mónakó, sem varð franskur meistari 2017 og endaði í öðru sæti 1. deildarinnar 2018, situr í næstneðsta sætinu en liðið hefur aðeins unnið tvo leiki af tólf í deildinni frá því Henry tók við. Fjölmiðlar skýrðu frá því í gærkvöld að Jardim gæti snúið aftur til félagsins en viðræður væru komnar í gang um að hann tæki við því á ný. Mónakó sækir næsta lið fyrir ofan sig, Dijon, lið Rúnars Alex Rúnarssonar, heim í deildinni á morgun. vs@mbl.is