Úr Detainment
Úr Detainment
Denise Fergus, móðir James Bulger sem var myrtur af tveimur tíu ára piltum árið 1993 í Liverpool aðeins tveggja ára að aldri, segir að leikstjóri stuttmyndar sem gerð hefur verið um drengina sem frömdu ódæðið og er nú tilnefnd til Óskarsverðlauna, eigi...
Denise Fergus, móðir James Bulger sem var myrtur af tveimur tíu ára piltum árið 1993 í Liverpool aðeins tveggja ára að aldri, segir að leikstjóri stuttmyndar sem gerð hefur verið um drengina sem frömdu ódæðið og er nú tilnefnd til Óskarsverðlauna, eigi að afþakka tilnefninguna. Myndin nefnist Detainment og er tilnefnd í flokki leikinna stuttmynda. Fergus sagði þetta í morgunþætti ensku sjónvarpsstöðvarinnar ITV og einnig að leikstjórinn, Vincent Lambe, ætti að sjá til þess að almenningur sæi ekki myndina, sem hlotið hefur nokkur verðlaun.