Rússneska rétttrúnaðarkirkjan Tillaga A gerir ráð fyrir minni kirkju.
Rússneska rétttrúnaðarkirkjan Tillaga A gerir ráð fyrir minni kirkju.
Skipulagsfulltrúi Reykjavíkurborgar tekur jákvætt í að stærð og lögun fyrirhugaðrar kirkju Rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar Mýrargötu 21 verði breytt samkvæmt svonefndri tillögu A.

Skipulagsfulltrúi Reykjavíkurborgar tekur jákvætt í að stærð og lögun fyrirhugaðrar kirkju Rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar Mýrargötu 21 verði breytt samkvæmt svonefndri tillögu A. Mælt er með því að kirkjan verði staðsett sem næst innan núverandi byggingarreits deiliskipulagsins.

Unnið hefur verið með tvær hugmyndir að kirkjuhúsinu. Einar Ólafsson arkitekt hjá Arkiteo, sem lagði fyrirspurn fyrir skipulagsfulltrúa vegna kirkjunnar, sagði að nú væri unnið samkvæmt tillögu A. Hún gerir ráð fyrir minni kirkju, færri fermetrum og lægra kirkjuskipi með tveimur turnum en ráð var fyrir gert í tillögu B. Tillaga A þykir falla betur að umhverfinu. Heildar brúttó flatarmál kirkjunnar er 583 m 2 , stærð grunnflatar 304 m 2 , hæð kirkjuskips 10,8 metrar og hæsti turn 17,7 metrar.

Í greinargerð segir að samkvæmt tillögu A fari kirkjan út fyrir byggingarreit gildandi deiliskipulags. Þá hafi Einar arkitekt lagt fram hugmynd að tilfærslu þannig að kirkjan myndi aðeins fara lítils háttar út fyrir byggingarreit að austanverðu. Einnig mætti hugsa sér staðsetningu byggingarinnar mitt á milli innsendrar tillögu og tillögu Arkiteo. Breytingin væri því óveruleg en þó þyrfti að vinna deiliskipulagsbreytingu vegna frávika frá byggingarreit, sem kynnt yrði skipulags- og samgönguráði. Ráðið tæki þá afstöðu til breytingarinnar og einnig tæki það ákvörðun um í hvernig kynningarferli breytingartillagan færi.

gudni@mbl.is