Birgir Guðjónsson
Birgir Guðjónsson
Birgir Guðjónsson, formaður Kjarafélags viðskiptafræðinga og hagfræðinga (KVH), mótmælir þeim ummælum Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, í Morgunblaðinu í gær að KVH sé farþegi í yfirstandandi kjaraviðræðum.

Birgir Guðjónsson, formaður Kjarafélags viðskiptafræðinga og hagfræðinga (KVH), mótmælir þeim ummælum Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, í Morgunblaðinu í gær að KVH sé farþegi í yfirstandandi kjaraviðræðum.

„Slík staðhæfing lýsir vanþekkingu á umhverfi kjara- og réttindamála háskólamenntaðra starfsmanna sem starfa undir hatti BHM. Félagsmenn KVH, viðskiptafræðingar og hagfræðingar, starfa á öllum vinnumarkaðnum óháð starfsvettvangi, vinnuveitanda og ráðningarformi og eru 55% félagsmanna starfandi á almennum vinnumarkaði,“ segir Birgir.

Með samning við SA

Birgir rifjar svo upp að KVH sé, ásamt 14 öðrum BHM-félögum, með kjarasamning við Samtök atvinnulífsins sem tók gildi 1. október 2017.

„KVH hefur í undanförnum kjarasamningum barist fyrir bættum kjörum og réttindum sinna félagsmanna og einnig lagt sínar hugmyndir á vogarskálarnar í hagsmuna- og kjarabaráttu innan BHM, en KVH er þriðja stærsta félag innan þeirra samtaka.

Þess má einnig geta að BHM var aðili að skýrslu forsætisráðherra sem birtist í vikunni vegna átaksverkefna í húsnæðismálum. Hafa flestir tekið undir þá niðurstöðu skýrslunnar að umbætur í húsnæðismálefnum séu til mikilla hagsbóta fyrir launþega og allt samfélagið í núverandi og komandi kjaraviðræðum,“ segir Birgir um húsnæðistillögurnar. baldura@mbl.is