— Morgunblaðið/Hari
Vínartónleikar með verkum eftir bestu tónskáld vínartónlistar verða haldnir í Salnum í Kópavogi í kvöld kl. 20.
Vínartónleikar með verkum eftir bestu tónskáld vínartónlistar verða haldnir í Salnum í Kópavogi í kvöld kl. 20. Á þeim syngja Valgerður Guðnadóttir sópran, Bernadett Hegyi koloratúrsópran, Kristbjörg Ásta Viðarsdóttir mezzosópran, Jóhannes Freyr Baldursson tenór og Jóhann Sigurðarson baríton auk Skátakórsins frá Hafnarfirði og með þeim leikur hljómsveitin Reykjavík Pops Orchestra. Stjórnandi verður Márton Wirth. Ljósmyndari leit við á æfingu í Landakotskirkju í gær og þöndu söngvarar raddböndin fyrir hann. Tónleikarnir bera yfirskriftina Ungverskt – austurrískt.