Sigurmark David Luiz fagnar eftir að hafa skorað hjá Paulo Gazzaniga og tryggt Chelsea sigur í vítaspyrnukeppninni gegn Tottenham í gærkvöld.
Sigurmark David Luiz fagnar eftir að hafa skorað hjá Paulo Gazzaniga og tryggt Chelsea sigur í vítaspyrnukeppninni gegn Tottenham í gærkvöld. — AFP
Chelsea mætir Manchester City í úrslitaleik enska deildabikarsins í knattspyrnu eftir að hafa lagt Tottenham að velli í vítaspyrnukeppni á Stamford Bridge í London í gærkvöld.

Chelsea mætir Manchester City í úrslitaleik enska deildabikarsins í knattspyrnu eftir að hafa lagt Tottenham að velli í vítaspyrnukeppni á Stamford Bridge í London í gærkvöld.

Tottenham vann fyrri leikinn 1:0 en Chelsea náði undirtökunum þegar N'Golo Kante og Eden Hazard skoruðu í fyrri hálfleik í gærkvöld, 2:0. Fernando Llorente svaraði fyrir Tottenham, á 50. mínútu, staðan 2:1 í leiknum og 2:2 samanlagt. Þar sem útivallamörk gilda ekki og ekki er framlengt var farið beint í vítaspyrnukeppni fyrst Chelsea var 2:1 yfir í leikslok.

Eric Dier skaut yfir mark Chelsea í þriðju umferð og Kepa Arrizabalaga í marki Chelsea varði frá Lucas Moura í fjórðu umferð. David Luiz skoraði úr fjórðu spyrnu Chelsea, 4:2, og hans menn voru komnir áfram.

Sergio Agüero tryggði Manchester City útisigur á Burton, 1:0, í hinum leiknum í fyrrakvöld. Hann var algjört formsatriði eftir 9:0 sigur City í fyrri viðureign liðanna. vs@mbl.is