Á enduro-hjóli Gunnlaugur á þeysireið í Reykjarfirði á Ströndum.
Á enduro-hjóli Gunnlaugur á þeysireið í Reykjarfirði á Ströndum.
Gunnlaugur Rafn Björnsson, flugstjóri hjá Icelandair, á 50 ára afmæli í dag. Hann er með mikla bíla- og hjóladellu og keppti á enduro-hjólum. Hann fór á heimsmeistaramótið í enduro-keppni árið 2012 og keppti þar fyrir Íslands hönd.

Gunnlaugur Rafn Björnsson, flugstjóri hjá Icelandair, á 50 ára afmæli í dag. Hann er með mikla bíla- og hjóladellu og keppti á enduro-hjólum. Hann fór á heimsmeistaramótið í enduro-keppni árið 2012 og keppti þar fyrir Íslands hönd. Núna er Gunnlaugur með belti undir enduro-hjólunum og notar þau aðallega þannig.

„Ég er nýlega hættur að keppa en er í þessu núna mér til ánægju og yndisauka. Ég er kominn á kaf í buggy-bílana, sem er nýjasta sportið. Þetta eru nokkurs konar „matchbox“-bílar sem eru litlir bílar en eru orðnir hálfgerðir jeppar. Þeir náðu að fara úr því að vera farartæki fyrir verktaka í að verða alvöru rallökutæki. Það er orðin algjör sprenging í þessum farartækjum.“

Gunnlaugur hélt 80 manna grillveislu í Kerlingarfjöllum um næstsíðustu helgi í tilefni afmælisins en var aftur á leið upp í Kerlingarfjöll um nýliðna helgi á árlegt þorrablót þegar blaðamaður spjallaði við hann á föstudaginn. Hann verður í fríi í dag en verður kominn heim og ætlar að eyða afmælisdeginum með fjölskyldunni. „Maður kom reyndar oft heim úr þessum helgarferðum á miðvikudegi en þeim skiptum fer fækkandi með stækkandi dekkjum.“

Kona Gunnlaugs er Linda Gunnarsdóttir, yfirflugstjóri hjá Icelandair, og börn þeirra eru Birna Katrín, f. 1999, Húni Páll, f. 2003 og Ólafía Bjarney, f. 2010.