28. janúar 1799 Narfi, „gleðispil í þremur flokkum,“ var leikinn í fyrsta sinn í Reykjavíkurskóla. Leikritið er eftir Sigurð Pétursson, brautryðjanda í íslenskri leikritun. 28. janúar 1837 Suðuramtsins húss- og bústjórnarfélag var stofnað.

28. janúar 1799

Narfi, „gleðispil í þremur flokkum,“ var leikinn í fyrsta sinn í Reykjavíkurskóla. Leikritið er eftir Sigurð Pétursson, brautryðjanda í íslenskri leikritun.

28. janúar 1837

Suðuramtsins húss- og bústjórnarfélag var stofnað. Nafni þess var fljótlega breytt í Búnaðarfélag Suðuramtsins, síðar Búnaðarfélag Íslands og loks Bændasamtök Íslands.

28. janúar 1907

Sláturfélag Suðurlands, SS, var stofnað sem samvinnufélag bænda.

28. janúar 1912

Íþróttasamband Íslands, „bandalag íslenskra íþrótta- og fimleikafélaga,“ var stofnað í Bárubúð (á þeim stað er nú Ráðhús Reykjavíkur). Tólf félög stóðu að stofnun ÍSÍ, sem nú ber heitið Íþrótta- og ólympíusamband Íslands.

28. janúar 2013

EFTA-dómstóllinn hafnaði öllum kröfum ESA, eftirlitsstofnunar EFTA, á hendur Íslendingum vegna Icesave-reikninganna. „Fullnaðarsigur í Icesave,“ sagði Fréttablaðið. Morgunblaðið sagði: „Þjóðarsigur.“ Haft var eftir forsætisráðherra að ekki ætti að leita sökudólga.

Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson