Donald Trump
Donald Trump — AFP
Matsfyrirtækið S&P Global Ratings áætlar að bandaríska hagkerfið hafi tapað að lágmarki 6 milljörðum dala undanfarinn mánuð vegna lokunar ríkisstofnana þar í landi.

Matsfyrirtækið S&P Global Ratings áætlar að bandaríska hagkerfið hafi tapað að lágmarki 6 milljörðum dala undanfarinn mánuð vegna lokunar ríkisstofnana þar í landi. Stafar tapið bæði af því að vinnuframlag stórs hóps ríkisstarfsmanna fór í súginn sem og af þeim áhrifum sem skert þjónusta stofnana hafði á fyrirtæki.

Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti á föstudag að hann myndi gera tímabundið hlé á lokuninni sem þá hafði varað í 35 daga. Eins og greint hefur verið frá neitar Trump að samþykkja fjárheimildir til opinberra stofnana þar til þingið hefur samþykkt að láta 5,7 milljarða dala af hendi rakna til að reisa vegg á landamærunum að Mexíkó.

Reuters hefur eftir S&P að þó svo að ríkisstofnanir verði opnaðar að nýju virðist fátt benda til að Trump og leiðtogar þingsins komist að samkomulagi, og líklegt að fyrirtæki og fjárfestar haldi að sér höndum á meðan. ai@mbl.is