— AFP
Rúmlega 10.000 manns gengu fylktu liði um götur Parísarborgar í gær til þess að mótmæla framgöngu „gulu vestanna“ svonefndu í mótmælum síðustu vikna. Gekk fólkið um með borða þar sem þess var krafist að ofbeldið yrði stöðvað.
Rúmlega 10.000 manns gengu fylktu liði um götur Parísarborgar í gær til þess að mótmæla framgöngu „gulu vestanna“ svonefndu í mótmælum síðustu vikna. Gekk fólkið um með borða þar sem þess var krafist að ofbeldið yrði stöðvað. Þá heyrðust slagorð á borð við „Já við lýðræði, nei við byltingu“. Mótmælin gegn gulu vestunum eru kennd við rauða trefla, og skörtuðu margir göngumanna slíkum flíkum á göngu sinni um París.