Meiddur Guðjón Valur Sigurðsson glímir við meiðsli sem héldu honum frá því að spila með íslenska landsliðinu í handbolta á heimsmeistaramótinu.
Meiddur Guðjón Valur Sigurðsson glímir við meiðsli sem héldu honum frá því að spila með íslenska landsliðinu í handbolta á heimsmeistaramótinu. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Guðjón Valur Sigurðsson segir óvíst hvenær hann getur snúið aftur inn á völlinn en landsliðsfyrirliðinn meiddist á hné rétt fyrir heimsmeistaramótið og gat ekki verið með íslenska landsliðinu á stórmóti í fyrsta sinn á þessari öld.

Guðjón Valur Sigurðsson segir óvíst hvenær hann getur snúið aftur inn á völlinn en landsliðsfyrirliðinn meiddist á hné rétt fyrir heimsmeistaramótið og gat ekki verið með íslenska landsliðinu á stórmóti í fyrsta sinn á þessari öld.

„Ég er bara í sjúkraþjálfun í þrjá til fjóra tíma á dag en ég er ekkert kominn almennilega af stað enn þá. Ég veit ekki hvenær ég get byrjað að spila en ég er alls ekki nógur góður í þessu. Eins og staðan er í dag býst ég ekki við að ná að spila næstu leiki en við skulum vona að vikan sem er að renna í garð komi með nokkur kraftaverk til mín,“ sagði Guðjón Valur í samtali við Morgunblaðið en næsti leikur Rhein-Neckar Löwen er á móti Vardar Skopje í Meistaradeildinni á miðvikudaginn í næstu viku.

Guðjón Valur vildi ekkert tjá sig um frammistöðu landsliðsins á HM þegar eftir því var leitað. „Þetta stendur mér of nærri til þess að ég ætli að fara að gagnrýna og tjá mig eitthvað um það. Mér sýnist þið vera með nóg af sérfræðingum sem hafa tjáð sig um landsliðið. Ég fylgdist með þessu og hafði gaman af,“ sagði Guðjón Valur sem væntanlega gengur í raðir franska meistaraliðsins Paris SG í sumar. gummih@mbl.is