Bestur Arnór Þór Gunnarsson lék vel á HM.
Bestur Arnór Þór Gunnarsson lék vel á HM. — AFP
Heimsmeistaramótið í handbolta er að baki en HM-veislunni, sem staðið hefur yfir síðustu þrjár vikurnar, lauk í Herning í Danmörku í gærkvöld.

Heimsmeistaramótið í handbolta er að baki en HM-veislunni, sem staðið hefur yfir síðustu þrjár vikurnar, lauk í Herning í Danmörku í gærkvöld. Mótinu voru gerð góð skil í Ríkissjónvarpinu en fjölmargir leikir á mótinu voru sýndir í beinni útsendingu og auðvitað allir átta leikir íslenska landsliðsins þar sem íslenska þjóðin sat límd við sjónvarpstækin eins og oft og iðulega þegar íslenska landsliðið er í eldlínunni á stórmótum sem gerist nánast árlega.

Í kringum svona stórmót er mikilvægt að vera með góðar leikgreiningar fyrir og eftir leiki íslenska landsliðsins og spjall um liðið, leikmennina og andstæðinganna. Í ár tókst sérlega vel til með HM-stofuna svokölluðu. Logi Geirsson og Arnar Pétursson voru sérlega góðir í hlutverkum sínum, fóru hreinlega á kostum. Þeir voru léttir og skemmtilegir, alvarlegir inn á miklli, gagnrýnir og hikuðu ekki við að láta skoðun sína í ljós á hinum og þessum hlutum gagnvart landsliðinu. Ég sé ekki annað en að RÚV verði að halda þessum köppum þegar að næsta stórmóti kemur. Kristjana Arnarsdóttir sá um að halda þeim Loga og Arnari á tánum og það gerði hún einstaklega vel.

Guðmundur Hilmarsson

Höf.: Guðmundur Hilmarsson