Ósátt Ef gengið var hjá Austurvelli um tvöleytið í gær mátti sjá þar hóp af vel klæddum mótmælendum.
Ósátt Ef gengið var hjá Austurvelli um tvöleytið í gær mátti sjá þar hóp af vel klæddum mótmælendum. — Morgunblaðið/Kristinn Magnúss
Hópur fólks kom saman á Austurvelli í gær til þess að mótmæla þingmönnunum sem tóku þátt í ósæmilegum umræðum á barnum Klaustri stuttu fyrir jól.

Hópur fólks kom saman á Austurvelli í gær til þess að mótmæla þingmönnunum sem tóku þátt í ósæmilegum umræðum á barnum Klaustri stuttu fyrir jól. „Mér finnst að þeir eigi allir að víkja sem eiga hlut að máli,“ sagði Jóhann Torfason, einn mótmælenda, í samtali við mbl.is. Þá sagði Anna María Lind Geirsdóttir, annar mótmælenda, að enginn Klaustursþingmanna hefði sýnt neina iðrun.

Meðal þeirra sem tóku til máls á fundinum var Bára Halldórsdóttir, aðgerðasinni og öryrki sem tók upp samtal þingmannanna. „Við höfum sömu skoðanir og við höfðum 1. desember. Við þurfum meiri úrlausn en þessir menn eru tilbúnir að gefa okkur akkúrat núna,“ sagði hún við mbl.is. Spurð hvort hún héldi að mótmælin ættu eftir að skila einhverju sagði hún að baráttunni yrði haldið áfram uns eitthvað gerðist.

Snæbjörn Brynjarsson, varaþingmaður Pírata, var einnig ræðumaður á fundinum. Um fundarstjórn sá Ninna Karla Katrínardóttir.