[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Einar Bárðar lokar 20 ára höfundarafmælisári sínu nú í febrúar. Hljómplatan Myndir kemur í verslanir þann 8. febrúar og mun Einar fagna útgáfu plötunnar með sögustund og „singalong“-tónleikum í Hvíta húsinu á Selfossi þann 8.
Einar Bárðar lokar 20 ára höfundarafmælisári sínu nú í febrúar. Hljómplatan Myndir kemur í verslanir þann 8. febrúar og mun Einar fagna útgáfu plötunnar með sögustund og „singalong“-tónleikum í Hvíta húsinu á Selfossi þann 8. febrúar og í Bæjarbíói í Hafnafirði kvöldið eftir. Úrval söngvara kemur fram á tónleikunum og hljómsveitina skipa þeir Þórir Úlfarsson, Eiður Arnarsson, Hannes Friðbjarnarson, Kristján Grétarsson og Pétur Valgarð Pétursson. Einar spjallaði um ferilinn við Ísland vaknar þar sem hann sagði meðal annars frá því að Skítamórall hefði bjargað honum frá bókhaldi. Nánar á k100.is.